Skilríki fyrir OCSP þjóna Auðkennis endurnýjuð

Auðkenni mun skipta út skilríkjum á netþjónum sem svara fyrir OCSP köll miðvikudaginn 26.06.2013 klukkan 18:00.
Þessi breyting á ekki að hafa nein áhrif en fyrir þá þjónustuveitendur sem nýta OCSP þá er ástæða að prófa sín umhverfi eftir skiptin.

Nýja skilríkið sem notað er á ocsp.audkenni.is er eins uppbyggt og það gamla og gefið út af milliskilríkinu Fullgilt audkenni.