Rafræn skilríki Auðkennis uppfylla hæsta öryggisstig

Skjoldur3.jpg

- ávirðingar standast ekki skoðun.

Vegna frétta af úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála um öryggismál rafrænna skilríkja sem Auðkenni gefur út telja forsvarsmenn fyrirtækisins rétt að birta svar sem sent var á Neytendastofu í september á síðasta ári vegna málsins. Þar eru þær ávirðingar sem settar voru fram um öryggismál rafrænna skilríkja hraktar og er það mat öryggisráðs Auðkennis að þær standist ekki skoðun. 

Lausnin sem Auðkenni býður upp á með rafrænum skilríkjum hefur verið notuð af fjármálastofnunum, símafélögum og stjórnvöldum víða um heim, meðal annars í Noregi, Finnlandi, og Eistlandi, með góðum árangri. Öryggisþáttur hennar hefur ítrekað verið prófaður og þykir hún uppfylla hæsta öryggisstig. 

Ný úttekt ráðgjafafyrirtækisins ADMON á fullvissustigi rafrænna auðkenna staðfestir þetta. Samkvæmt henni eru rafræn skilríki Auðkennis, hvort heldur sem er á korti eða í farsíma, öruggasta almenna rafræna auðkenningin sem í boði er hér á landi. Skilríkin þykja uppfylla hæsta öryggisstig. Úttekt ADMON birtist á vef fjármálaráðuneytisins í dag. 

Niðurstöður úttektarinnar eru að rafræn skilríki á farsímum uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til slíkra skilríkja, samkvæmt lögum um rafrænar undirskriftir. 

Samkvæmt úttektinni eru það einungis rafræn skilríki í síma eða á korti sem ná fullvissustigi 4, sem er hæsta öryggisstig sem hægt er að ná með rafrænum auðkennum. Sem dæmi metur embætti landlæknis það svo að aðgengi einstaklinga að eigin heilbrigðisupplýsingum verði ekki veitt rafrænt nema með rafrænum auðkennum sem uppfylla hæsta öryggisstig. 

Rafræn skilríki þykja öruggust hjá Evrópsku net- og öryggisstofnuninni 
Fjölmargar aðrar úttektir sem gerðar hafa verið sýna einnig að rafræn skilríki uppfylla hæsta öryggisstig. Meðal annars í úttekt á öryggismálum á netinu sem Evrópska net- og öryggisstofnunin (ENISA) gerði, og finna má hér

Þá hefur bandaríska netöryggisfyrirtækið NowSecure (áður viaForensics) vottað öryggi rafrænna skilríkja Auðkennis á farsímum. 

Í viðhengi hér má finna svar Auðkennis til Neytendastofu ásamt kröfum til öruggs undirskriftarbúnaðar.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur A. Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, í síma 530-0000.

Viðhengi:

Svar Auðkennis til Neytendastofu

Kröfur til öruggs undirskriftarbúnaðar