Ný verklagsregla hefur tekið gildi hjá Auðkenni

Samþykkt persónuskilríki

Frá og með 25. júní 2024 eru eftirtalin persónuskilríki samþykkt til vottunar einstaklinga:

  • Vegabréf frá öllum löndum.
  • Ökuskírteini frá Norðurlöndunum (Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi).
  • Nafnskírteini sem einnig eru ferðaskilríki, gefin út innan Schengen og EES.
  • Íslensk nafnskírteini, gefin út af Þjóðskrá Íslands frá 1. mars 2024.

Helsta breytingin er sú að plöstuð pappírsskírteini eru ekki lengur samþykkt vegna skorts á öryggisþáttum. Dæmi um þess háttar skilríki eru stóru bleiku eða grænu ökuskírteinin og hvítu nafnskírteinin.

Hér er hægt að sjá upplýsingar um leyfð persónuskilríki.