Greiningatól Auðkennis

Auðkenni hefur hannað sérstakt greiningatól, GretA, sem notendur rafrænna skilríkja geta notað til að greina ástand tölvunar í sambandi við rafrænu skilríkin.

Notendur Windows geta fundið hana hér á vefsíðunni og valið að keyra GretA.

Þá segir tólið til um hvort kortalesari sé tengdur rétt, hvort allur hugbúnaður sé til staðar og hvort hann sé að keyra rétt, kannar hvort Íslandsrót sé til staðar og setur hana inn ef notandi kýs svo, ásamt ýmsu öðru sem við kemur virkni rafrænu skilríkjanna.

Við hjá Auðkenni vonum að þessi nýjung komi til með að auðvelda þeim notendum sem hafa lent í vandærðum að leysa úr þeim á auðveldan hátt.