Endurnýja þarf skilríki sem gefin voru út fyrir 17. ágúst 2017

FarsimaSkilriki.png

English below...

Endurnýja þarf skilríki sem gefin voru út fyrir 17. ágúst 2017 vegna breytinga í dulritunartækni. Dulritunartækni sem nýtt er í rafrænum skilríkjum þróast reglulega og með þróun úreldast fyrri aðferðir. Í ágúst 2017 var tekin í notkun nýtt algrími í skilríkjum Auðkennis, SHA256, en skilríki gefin út fyrir þann tíma innihalda SHA1 algrími.

Stærsti hluti skilríkja með SHA1 hafa verið endurnýjuð en þeir sem hafa ekki nú þegar endurnýjað eða fengið ný skilríki er bent á að gera það við fyrsta tækifæri þó eigi síðar en 12. Maí 2021.

Eftir 12.maí verða öll SHA1 skilríki afturkölluð og geta handhafar þeirra þá ekki lengur notað skilríkin og þurfa að mæta á skráningarstöð í eigin persónu til þess að fá ný.

Skráðu þig inn á mitt.audkenni.is til að kanna hvort þú þurfir að endurnýja skilríkin. Ef þú þarft að endurnýja getur þú gert það í sjálfsafgreiðslu á mitt.audkenni.is fyrir 12. maí 2021.

Skilríki gefin út eftir 17. ágúst nýta SHA256 algrími og þurfa handhafar þeirra skilríkja ekki að endurnýja vegna þessa.

Öllum þeim sem hafa þessi skilríki verða send SMS sem líta svona út:

SMS_sha1

Eftir að þú hefur skráð þig inn á mitt.audkenni.is með rafrænum skilríkjum sem þarf að endurnýja er þér boðið að endurnýja þau.

Þú smellir á "ÁFRAM" og þá er þér birtur samningur um einkaskilríki sem þú þarft að undirrita rafrænt með skilríkjunum þínum. Þú hefur farsímann þinn opinn og tilbúinn, smellir á "UNDIRRITA OG ENDURNÝJA" hnappinn og þá birtist á skjá farsímans upplýsingar um að þú sért að fara undirrita rafrænt. Þú samþykkir það og slærð svo inn PIN fyrir rafrænu skilríkin til að undirrita.

ATH. mjög mikilvægt er að slökkva EKKI á vafranum fyrr en undirritun er lokið í farsímanum.

Þegar undirritun er lokið kemur upp gluggi á skjáinn sem segir: "Skilríkn þín hafa verið endurrnýjuð með 5 ára gildistíma."

EndurnyjunTokst.PNG

All certificates issued before August 17th 2017 need to be renewed due to changes in the encryption technique.

The encryption technique used in electronic certificates is subject to regular change, and older techniques become obsolete. In August 2017, Auðkenni started to use a new hashing algorithm – SHA256 – but certificates issued before that time used the SHA1 algorithm. The majority of certificates using SHA1 have been renewed but a few are still valid.

It is imperative to reissue these certificates before May 12th 2021. After that time all certificates using SHA1 will be revoked, and the holders of those certificates can not use them. They will have to go to a registration station in person to get new ones issued.

Log in to: https://mitt.audkenni.is to see if you need to renewe your certificates. If this is the case, you can renewe your certificates at https://mitt.audkenni.is until May 12th 2021.

Certificates issued after August 17th 2017 use the new SHA256 algorithm and do not have to be renewed because of this.

All those who have these certificates will be sent an SMS that looks like this:

SMS_sha1