Endurnýjun skilríkja á farsímum

Dags: 19.11.2018 14:32

Nú er komið að því að elstu rafrænu skilríkin á farsímum fara að renna út. Áður en það gerist er viðkomandi sent SMS skilaboð um að skilríkin séu að fara renna út og bent á að skrá sig inn á vefinn mitt.audkenni.is.

Eftir að búið er að skrá sig inn á vefinn og minna en 30 dagar eru eftir af gildistíma skilríkjanna sem notuð voru til innskráningar er skilríkjahafa boðið að endurnýja skilríkin sín með því að smella á hnapp á síðunni. Ef smellt er á hnappinn biritst samningur sem mjög auðvelt er að undirrita rafrænt með skilríkjunum í símanum. Eftir undirritun endurnýjast skilríkin sjálfkrafa og eru þá komin með 5 ára gildistíma.

Á mitt.audkenni.is er hægt að sjá alla notkun skilríkjana 3 mánuði aftur í tíman, sjá hversu mörg skilríki eru virk og gildistíman á þeim. Einnig er hægt að afturkalla skilríkin á mínum síðum.

Hér getur þú skráð þig inn á mitt.audkenni.is