Ekki gleyma að endurnýja rafrænu skilríkin þín!

KonaIgsm2.jpg

Nú á þessum erfiðu tímum er það kannski enn mikilvægara en áður að passa upp á rafænu skilríkin sín. Hægt er að sinna ýmsum brýnum erindum í dag yfir netið og spila rafrænu skilríkin þar stórt hlutverk.

Hingað til hefur Auðkenni sent SMS skilaboð í síma þeirra sem eru með rafræn skilríki í símanum. Til að koma enn frekar í veg fyrir að fólk gleymi að endurnýja skilríkin munu skráningafulltrúar hringja í þá aðila sem eru með skilríki sem eru við það að renna út. Vonum við að það verði til að koma í veg fyrir að fólk lendir í þeirri óskemmtileg reynslu að
skilríkin renni út og það kemst ekki á skráningastöð til að fá ný vegna sóttkvís, einangrunar, útgöngubanns eða einhvers annars.