Auknar tilraunir til svika á netinu

Netsvik

Undanfarið hafa gengið yfir fleiri svikatilraunir en áður og ýmislegt reynt til að svíkja fé úr grandvaralausum einstaklingum.

Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að gabba handhafa rafrænna skilríkja til að beita skilríkjunum sínum í símtali eða í tölvupóstsamskiptum til að taka við greiðslum.

ALDREI skal nota rafræn skilríki nema skilríkjahafinn sé sjálfur að nota þau, ekki fyrir aðra. Það þarf aldrei að nota rafræn skilríki til að taka við greiðslum.

Hér fyrir neðan eru hlekkir á nokkrar áhugaverðar greinar um þessi mál:

Frétt frá Íslandsbanka um svik
Varist svik

Landsbankinn sendi frá sér frétt um þessi svik
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla

CERT-IS varar við Facebbok svikaherferð
Sjá tilkynningu frá CERT-IS

Samtök fjármálafyrirtækja SFF sendu frá sér viðvörun um svikaherferð
Appelsínugul viðvörun vegna svika