Auðkennisrót stofnuð

Nú í dag, þann 22.12.2010, hefur Auðkenni stofnað sína eign rót sambærilega Íslandsrót. Nú getum við gefið út fjölbreyttari skilríki og sveigt okkur meira að kröfum og eftirspurn markaðarins en áður var mögulegt.

Rótin var skýrð Auðkennisrót.

Einnig voru stofnuð 2 ný milliskilríki, Traust auðkenni undir Auðkennisrótinni og svo Traustur búnaður undir Traust auðkenni milliskilríkinu.

Fyrsta varan sem  við setjum á markað úr þessu nýja kerfi verður búnaðarskilríki sem kemur til með að leysa vöruauðkennin frá GlobalSign af hólmi og nýtist meðal annars í miðlægar keyrslur milli bókhaldskerfa fyrirtækja og banka og sparisjóða.

Við gerum ráð fyrir að þessi skilríki verði aðgengileg öllum nú á fyrstu vikum ársins 2011.