Auðkenni óskar eftir starfsfólki

starfsfolk_frett

Þjónustufulltrúar

Innleiðing rafrænna skilríkja

Auðkenni óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í tímabundin verkefni um 2-6 mánaða skeið. Helstu verkefni snúast um að gegna hlutverki skráningarfulltrúa hjá Auðkenni og veita viðskiptavinum rafræn skilríki og framúrskarandi þjónustu. Starfið krefst almennrar tölvukunnáttu, þjónustulundar og fagmennsku í vinnubrögðum.

Starfsstöð viðkomandi verður á skráningarstöðvum Auðkennis í Reykjavík og á Akureyri. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, allt frá hefðbundnum skrifstofutíma til kvöld- og helgarvinnu. 20 ára lágmarksaldur og hreint sakavottorð eru skilyrði. Auðkenni leggur áherslu á jafna möguleika karla og kvenna til starfa.

HÆFNISKRÖFUR

Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
Rík þjónustulund og frumkvæði
Hæfni í hópvinnu og mannlegum samskiptum
Geta til að vinna undir álagi og taka á óvæntum uppákomum
Heiðarleiki, nákvæmni, samviskusemi og stundvísi
Reynsla af þjónustustörfum er mikill kostur

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Stefán Hrafn Hagalín, verkefnastjóri hjá Auðkenni, veitir allar nánari upplýsingar um þetta starf í hagalin@audkenni.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. október næstkomandi. Vinsamlegast sendið Stefáni Hrafni tölvupóst og sækið um starfið. Öllum umsóknum svarað.

UM AUÐKENNI

Auðkenni var stofnað árið 2000 af íslenskum fjármála- og fjarskiptafyrirtækjum til að mæta kröfum um aukið öryggi í rafrænum viðskiptum. Auðkenni býður fjölbreyttar lausnir sem allar veita öryggi í rafrænum samskiptum og byggja upp traust og trúnað milli aðila, hvort heldur um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir. Hjá Auðkenni starfa um tíu manns.