Auðkenni lokar afgreiðslu sinni í Borgartúni 31.

LokdaSkilti.png

Auðkenni neyðist því miður til þess að loka afgreiðslu sinni í Borgartúni 31 frá og með fimmtudeginum 26. mars 2020. Afgreiðslan okkar uppfyllir ekki lengur kröfur landlæknis um varnir gegn smithættu og því sjáum við enga aðra möguleika en að loka tímabundið. Ákvörðunin er gerð með öryggi viðskiptavina og starfsfólks að leiðarljósi.

Nú sem og áður er mikilvægt að skilríkjahafar endurnýi skilríki sín áður en þau renna út. Það er mjög auðvelt er að endurnýja skilríki á farsímum inn á mitt.audkenni.is. Allir skilríkjahafar fá tilkynningar með SMS og tölvupóstum sem láta vita að skilríkin séu að renna út.
Þessa daganna hringjum við einnig í skilríkjahafa með skilríki á farsímum sem eru að fara renna út og hvetjum þá til þess að endurnýja á vef auðkennis.

Auðkenni metur framlag allra skráningarstöðva sem eru að standa sig ótrúlega vel í erfiðum aðstæðum. Rafræn skilríki skipta sköpum í því ástandi sem nú er en yfir 230 þúsund einstaklingar eru með rafræn skilríki.

Aðgengi aðila að skráningarstöðvum Auðkennis hefur minnkað til muna á síðustu dögum m.a. með takmörkuðu aðgengi að bankaútibúum. Auðkenni er í samtali við helstu hagsmunaðila til þess að leita leiða til þess að mæta þessum áskorunum og munum upplýsa ykkur um framvindu mála.

Við erum til staðar eins og áður og svörum símum og fyrirspurnum eftir bestu getu.

Við munum birta fréttir af þróun mála hér á www.audkenni.is