Afgreiðsla Auðkennis í Holtagörðum

Í þeim fjöldatakmörkunum sem eru í gangi vegna COVID-19 hefur Auðkenni flutt afgreiðslu sína fyrir rafræn skilríki í Holtagarða. Opið er virka daga frá 11:30 til 16.
Við erum á 2. hæð við rúllustigann.
Auðkenni metur framlag allra skráningarstöðva sem eru að standa sig ótrúlega vel í erfiðum aðstæðum. Rafræn skilríki skipta sköpum í því ástandi sem nú er en yfir 230 þúsund einstaklingar eru með rafræn skilríki.
Við erum til staðar fyrir afgreiðslu á rafænum skilíkjum í Holtagörðum og svörum símum og fyrirspurnum eftir bestu getu.
Við munum birta fréttir af þróun mála hér á www.audkenni.is