Auðkenni flytur afgreiðslu sína í Kringluna.

LokdaSkilti.png

Auðkenni flytur afgreiðslu sína frá Borgartúni 31 í Kringluna þriðjudaginn 03. nóvember 2020.

Aðgengi aðila að skráningarstöðvum Auðkennis hefur minnkað til muna á síðustu dögum m.a. með takmörkuðu aðgengi að bankaútibúum. Hefur álag því aukist töluvert á skrifstofu okkar og var því ákveðið að flytja hana í Kringluna með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi.

Auðkenni verður með skráningastöðina í afgreiðslu SAM bíóanna á þriðju hæð og verður hún opin alla virka daga frá klukkan 10 til 16.

Auðkenni metur framlag allra skráningarstöðva sem eru að standa sig ótrúlega vel í erfiðum aðstæðum. Rafræn skilríki skipta sköpum í því ástandi sem nú er en yfir 230 þúsund einstaklingar eru með rafræn skilríki.

Við erum til staðar eins og áður og svörum símum og fyrirspurnum eftir bestu getu.

Við munum birta fréttir af þróun mála hér á www.audkenni.is