Afgreiðsla Auðkennis í Holtagörðum lokar 04.03.2021

Borgartun31

Í ljósi slökunar á fjöldatakmörkunum sem eru í gangi vegna COVID-19 mun Auðkenni loka afgreiðslu rafrænna skilríkja í Holtagarðum frá og með fimmtudaginum 04.03.2021.

Fimmtudaginn 04.03.2021 mun Auðkenni aftur byrja að virkja rafræn skilríki á skrifstofu sinni. Opið er virka daga frá 10 til 16.

Afgreiðslugetan er takmörkuð á skrifstofunni og getum við aðeins afgreitt einn í einu. Oftast erum við að afgreiða einstaklinga sem lent hafa í tæknilegum vandræðum á öðrum skráningastöðum og þær afgreiðslur taka oft lengri tíma en þegar aðeins er verið að virkja skilríkin og allt er í lagi.