Aðgerðaáætlun Auðkennis vegna COVID-19

covid19.png

Þjónusta Auðkennis er mikilvægur hlekkur í rafrænni þjónustu á Íslandi og er félagið með ISO 27001 vottað öryggisstjórnkerfi sem er ein af grunn stoðum í starfssemi þess. Í tengslum við COVID-19 faraldur hefur félagið virkjað neyðaráætlun fyrirtækisins. Ráðstafanir sem Auðkenni grípur til eru margvíslegar og breytast eftir því sem ástandið breytist og reikna má með strangari ráðstöfunum eftir því sem við á. Markmið ráðstafanna er að tryggja samfellda þjónustu við viðskiptavini og þjónustuveitendur.

Sem liður í slíkum ráðstöfunum eru m.a. regluleg þrif í afgreiðslu Auðkennis og takmörkun á fjölda viðskiptavina í samræmi við ráðleggingar sóttvarnarlæknis. Þá hefur Auðkenni gert rástafanir til að draga úr líkum á smiti milli starfsmanna með því að hafa hluta starfsmanna í fjarvinnu. Fundir fara fram í fjarvinnu eins og mögulegt er og ferðalög starfsmanna erlendis ekki farin nema í brýnustu nauðsyn.

Þjónusta Auðkennis byggir að stórum hluta á tækni, þ.e. tölvubúnaður og tölvuþjónusta eru lykilatriði til að geta haldið þjónustu við viðskiptavini og þjónustuveitendur gangandi. Ráðstafanir Auðkennis vegna tækniumhverfis eru eins og alltaf óháð farsóttum. Tölvubúnaður er margfaldur og tryggður er aðgangur að þjónustuaðilum með samningum auk þess sem Auðkenni hefur gert ráðstafanir til að hafa eigin tæknimenn aðgengilega. Samráð er haft við lykilbirgja Auðkennis sem allir eru með eigin viðbragðsáætlanir.

Öryggisráð Auðkennis hittist daglega og tekur ákvarðanir um frekari ráðstafanir eftir því sem ástand breytist.