Samanburður skilríkja og Auðkennislykla

Bankar og sparisjóðir hafa markvisst unnið að því að auka öryggi í rafrænum viðskiptum. Fyrsta skrefið í þá átt var að taka í notkun auðkennislykla.

Í meginatriðum er munurinn á auðkennislykli og rafrænum skilríkjum eftirfarandi:

Auðkennislykill

 • Er eingöngu notaður við innskráningu í Netbanka 

 • Geymir engar persónuupplýsingar um eiganda sinn 

 • Er lyklakippa 

 • Ekki hægt að nota til rafrænnar undirskriftar 

 • Þarf engan auka tæknibúnað í tölvu notandans 

 • Gefur upp mismunandi númer sem tengist notendanafni og lykilorði notandans 

Rafræn skilríki

 • Hægt að nota til innskráningar á vefsvæði og til fullgildrar rafrænnar undirskriftar

 • Geyma persónuupplýsingar um eiganda til dæmis kennitölu og nafn 

 • Innbyggð í örgjörva á korti 

 • Ef um er að ræða rafræn skilríki á korti þá þarf kortalesara og hugbúnað sem les skilríkin 

 • Fyrir rafræn skilríki í síma þarf rétt SIM-kort

 • Nota eitt og sama lykilorðið (PIN-númer) fyrir alla auðkenningu og rafræna undirskrift.