Auðkennislyklar

Audkennislyklar.png

Auðkennislyklar auka verulega öryggi í netbankaviðskiptum

Auðkennislyklum var dreift til allra viðskiptavina íslenskra viðskiptabanka og sparisjóða veturinn 2006 til 2007 og með því tókst að auka verulega öryggi í netbankaviðskiptum á Íslandi. Það hafði færst í vöxt misserin þar á undan að reynt hafði verið að brjótast inn í tölvur einstaklinga og fyrirtækja með þeim ásetningi að komast inn í netbanka eigenda.

Auðkennislyklarnir gera innskráningar í netbanka klárlega öruggari en verja þó ekki notendur fyrir öllum hættum og því er stöðugt verið að bæta öryggið við rafræna auðkenningu, til dæmis með rafrænum skilríkjum.

Rafræn skilríki eru einn öruggasti kosturinn við innskráningar sem þekkist í dag auk þess sem þau má nota við að fullgilda undirritun rafrænna skjala, sem ekki er hægt með Auðkennislyklinum.