Virkjun skilríkja fyrir yngri en 18 ára

Upplýsingar um hvernig virkjun skilríkja fyrir yngri en 18 ára fer fram.

Þegar virkja þarf skilríki fyrir börn yngri en 18 ára þarf forráða maður barns að fylgja því á skráningarstöð.

Bæði barn og sá sem fylgir því þurfa að framvísa einhverjum af eftirtöldum lögbærum skilríkjum:

Vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini.

Þegar skráningarfulltrúi slær inn kennitölu væntanlegs skilríkjahafa kannar kerfið hvort viðkomandi sé yngri en 18 ára.

Sé það tilfellið birtist svæði til að slá inn kennitölu forráðamanns.
Kerfið kannar hvort kennitölur forráðamanns og barns eru með sama fjölskyldunúmer.
Sé það tilfellið er það látið duga og hægt er að halda áfram með ferlið.

Fjölskyldunúmer er skráð hjá Þjóðskrá og eru allir sem búa á sama lögheimili með sama fjölskyldunúmer.
Foreldri með forræði yfir barni sem býr ekki á sama lögheimili er ekki með sama fjölskyldunúmer og barnið.

Ef kennitölurnar hafa ekki sama fjölskyldunúmer þarf sá sem fylgir barninu að framvísa sérstöku forræðisvottorði sem hægt er að fá hjá Þjóðskrá Íslands. Hakað er í reitinn "Forráðamaður með vottorð frá Þjóðskrá?" og þá er hægt að halda áfram með ferlið. Forræðisvottorðið er skannað inn ásamt myndum af skilríkjum barns og forráðamanns og gögnin hengd við ferlið.

Hér fyrir neðan er mynd af forræðisvottorðinu frá Þjóðskrá Íslands:

Forræðisvottorð