Skilríkin mín á farsíma eru að fara renna út

Rafræn skilríki á SIM-korti hafa 5 ára gildistíma.

Tveimur vikum áður en skilríkin renna út færðu send SMS-skilaboð og þér bent á að fara á næsta afgreiðslustað til að fá ný rafræn skilríki.

Hér má sjá lista yfir afgreiðslustaði rafrænna skilríkja.

Til þess að fá afgreidd ný rafræn skilríki þarftu að framvisa persónuskilríkjum; vegabréfi, ökuskírteini (þó ekki stafrænu) eða íslensku nafnskírteini.

Ef þú kemst ekki á afgreiðslustað til að fá ný rafræn skilríki á SIM-kort þá gætu rafræn skilríki í Auðkennisappið verið lausn fyrir þig. Til þess að virkja rafræn skilríki í Auðkennisappinu þá þarft þú að:

  • Hafa náð 18 ára aldri.
  • Hafa afnot að snjalltæki með NFC stuðningi.
  • Hafa gilt íslenskt vegabréf.

Hér getur þú fengið nánari upplýsingar um Auðkennisappið.