Starfsskilríki

Þann 16. september 2022 tók við ný útgáfa af skilríkjum á korti.

Þeir sem eiga gömlu skilríkin munu geta notað þau þangað til þau renna úr gildi – því þarf ekki að panta ný skilríki áður en gömlu renna út!

Notendur þurfa að sækja og setja upp Smart ID hugbúnaðinn sem má finna hér. Nexus Personal hugbúnaðurinn, sem notaður var fyrir gömlu kortin, er því óþarfur. Aðeins þarf að vera með SmartID uppsett á tölvunni.

Á meðan gömlu skilríkin eru ennþá í notkun mun notendum bjóðast að skrá sig inn ýmist með gömlu eða nýju kortunum. Þegar valið er að skrá sig inn með skilríkjum á korti mun opnast gluggi sem spyr hvora týpuna af korti þú ert að nota. Til þess að vita hvort að þú sért með gamla eða nýja kortið geturðu kíkt aftan á það. Ef persónuupplýsingar eru prentaðar aftan á kortið, er það gamla týpan og þá velurðu innskráningu með gamla kortinu (innskráning með Nexus Personal). Ef engar persónuupplýsingar er að sjá aftan á kortinu ertu með nýju týpuna af kortinu (innskráning með SmartID).

Kort-bakhlid