Skilríki í farsíma

Mobile PIN

Hvað eru rafræn skilríki?

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Það að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á netinu jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum. Rafræn skilríki er hægt að nota til fullgildrar undirritunar og jafngildir hún eigin undirritun.

Hægt er að fá rafræn skilríki á SIM-korti, í Auðkennisappinu og á Auðkenniskorti.

Rafræn skilríki á SIM-korti

Rafrænu skilríkin eru vistuð á SIM-korti viðkomandi farsíma og þú velur þér 4-8 tölustafa PIN-númer til að beita þeim. Rafrænu skilríkin virka á gömlum sem nýjum farsímum, óháð stýrikerfum. Enginn kortalesari og enginn hugbúnaður sem þarf að setja upp. Bara hafa farsímann við höndina.
Þú ferð inná vefsvæði þjónustuaðila, slærð inn símanúmerið þitt og þá birtist staðfestingabeiðni á símanum. Ef beiðnin er samþykkt kemur upp gluggi til að slá inn PIN-númerið og þú ert komin/n inn. Svona skráir þú þig inn á vefsvæði þjónustuaðila.

MIKILVÆGT:

  • Passaðu upp á farsímann þinn og PIN númer rafrænu skilríkjanna. 
  • Aldrei staðfesta rafrænar auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.

Hvar fær ég rafræn skilríki á SIM-kort?

Best er að byrja á því að setja símanúmerið þitt í gluggann hér fyrir neðan. Ef þú ert með rétta tegund af SIM-korti þá getur þú mætt á næsta afgreiðslustað með ökuskírteini (ekki stafrænt), vegabréf eða íslenskt nafnskírteini og fengið rafræn skilríki í símann þinn.

Auðkennisapp

Í nýjustu útgáfu Auðkennisappsins er hægt að virkja rafræn skilríki með sjálfsafgreiðslu – hvar sem er í heiminum. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Auðkennisappið.

Rafræn skilríki á eSIM

Ef síminn þinn er með eSIM en ekki hefðbundið SIM-kort þá er hægt að fá rafræn skilríki í Auðkennisappið (sótt í App store eða Google Play). Ef þú hefur náð 18 ára aldri og átt gilt íslenskt vegabréf getur þú virkjað skilríkin í sjálfsafgreiðslu. Sjá hér leiðbeiningar um virkjun skilríkja í Auðkennisappinu.

Ef þú hefur hins vegar ekki náð 18 ára aldri eða átt ekki íslenskt vegabréf þá er hægt að mæta á afgreiðslustað og fá rafræn skilríki virkjuð í Auðkennisappinu. Sjá hér nánari upplýsingar um skilríki fyrir ólögráða.

Skilríki á korti

Ef einhverra hluta vegna gengur ekki fyrir þig að nota rafræn skilríki á SIM-korti eða í Auðkennisappi þá getur þú fengið skilríki á Auðkenniskorti gegn gjaldi. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um skilríki á korti.

Með rétt SIM kort?

Það þarf sérstakt SIM kort fyrir rafrænu skilríkin. Kannaðu þitt SIM kort.