Búnaðarskilríki

Fyrir beintengingar við kröfupotta bankanna og fyrir þjónustuaðila sem nýta sér innskráningar með rafrænum skilríkjum á farsímum.

Búnaðarskilríki eru hönnuð fyrir kerfi sem hafa bein samskipti við sambankakerfi banka og sparisjóða og þá þjónustuveitendur sem nýta rafræn skilríki til innskráningar inn á sín vefsvæði.

Þjónustuveitendur verða að senda Auðkenni afrif af dreifilykli búnaðarskilríkis til þess að innskráning með rafrænum skilríkjum virki. Búnaðarskilríki eru aldrei endurnýjuð heldur alltaf sett upp ný. Þegar sett eru upp ný búnaðarskilríki þarf aftur að senda dreifilykilinn til Auðkennis.

Í byrjun desember 2022 var byrjað að gefa út búnaðarskilríki undir Islandsrot 2021 og milliskilríkinu Fullgilt audkenni 2021.

Helstu breytingarnar fyrir umsækjendur:

  • Umsækjandi þarf nú að útbúa CSR sjálfur.
  • Netfang tæknilegs tengiliðs er ekki lengur í skilríkjunum.
  • Búið að bæta við tímastimpli.
  • Samningar (og umboð ef þarf) þurfa að vera rafrænt undirritaðir.

Þetta eru hugbúnaðarskilríki (ekki á örgjörvakortum) sem innihalda einungis kennitölu og nafn fyrirtækis og eru ekki gefin út á einstaklinga. Hægt er að setja sömu skilríkin upp á mörgum vélum.

Hér eru þau gildi sem eru í Subject skilríkjanna:

  • CN = Common Name skilríkis, valið af umsækjanda.
  • SERIALNUMBER = [kennitala fyrirtækis]
  • C = IS
  • O = Nafn fyrirtækis eins og það er skráð í Þjóðskrá.
  • 2.5.4.97 = NTRIS-[kennitala fyrirækis]

Sjá samanburð á skilríkjum

Verðskrá

Sjá verðskrá búnaðarskilríkja
Sækja um búnaðarskilríki

Leiðbeiningar fyrir umsókn um búnaðarskilríki

Í umsóknarferlinu um búnaðarskilríki þarf að tilgreina forráðamann fyrirtækis en sá aðili verður að vera með prókúru á fyrirtækið eða umboð frá slíkum aðila. Hér er staðlað umboð ef þarf: Sækja umboðseyðublað (pdf 33 KB)

Tæknilegan tengilið þarf að tilgreina en hann er sá aðili sem fær tilkynningar frá Auðkenni varðandi skilríkin, t.d. 30 dögum áður en þau renna út er send tilkynning á tæknilegan tengilið.

Leiðbeiningar um hvað CSR er og hvernig útbúa á það eru hér:
CSR leiðbeiningar (pdf - 940 KB)